fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Rukkuðu 1,2 milljónir fyrir „dauðaferðina“

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 13:30

Brak úr bátnum rak á land. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 65 manns, þar af 14 börn, létust þegar ofhlaðinn trébátur rakst á sandeyri nokkur hundruð metra undan strönd Ítalíu snemma á sunnudaginn. Slæmt var í sjóinn og brotnaði báturinn í sundur við þetta.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá ítölsku lögreglunni hafi smyglararnir hafi rukkað fólkið um 8.000 evrur, sem svarar til um 1,2 milljóna íslenskra króna, fyrir þessa „dauðaferð“ frá Tyrklandi til Ítalíu.

Eins og áður sagði létust að minnsta kosti 65 en 80 lifðu af. Óttast er að mun fleiri hafi látist því þeir sem lifðu af segja að um 170 manns hafi verið um borð þegar bátnum var siglt frá Izmi í Tyrklandi.

Hjálparstofnanir segja að margir af farþegunum hafi verið frá Afganistan, jafnvel heilu fjölskyldunnar, Pakistan, Sýrlandi og Írak.

Giuseppe Capoiccia, saksóknari, sagði að kennsl hafi verið borin á þrjá smyglara, einn Tyrkja og tvo Pakistana. Annar Tyrki, sem er talin hafa tekið þátt í smyglinu, er talinn hafa látist í slysinu.

Flugvél frá Frontex, landamærastofnun ESB, sá til bátsins undan strönd Crotone seint á laugardaginn og gerði ítölskum yfirvöldum viðvart.

Ítalir sendu þá tvo strandgæslubáta af stað til móts við bátinn en þeir urðu að snúa við vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun