Það er fátt betra en að stíga út úr heitri sturtu og þurrka sér með mjúku og hreinu handklæði. En spurningin er kannski hversu hreint handklæðið er og hversu hrein(n) þú ert eftir að hafa þurrkað þér með því?
Sumir skipta vikulega um handklæði en hengja það alltaf upp til þerris eftir notkun og nota það bara til að þurrka líkamann. En þannig á ekki að gera þetta að sögn Reynolds.
Hún segir að þegar handklæði eru rök eftir notkun eigi strax að hengja þau til þerris. Hvað varðar það að þvo þau segir hún að það eigi að gera þegar búið er að nota handklæði þrisvar sinnum.
Margir skipta um handklæði og sængurver út frá því í hversu marga daga þeir hafa notað þetta. En þannig á ekki að gera þetta að sögn Reynolds. Hún segir að þetta eigi frekar að miða hvernig og hversu oft handklæðin og sængurverinu eru notuð.
Hún segir að bakteríur og myglusveppur byrji að vaxa á handklæðunum en þessi vöxtur stöðvist þegar það þornar.
Það er því ákaflega mikilvægt að hengja handklæði til þerris eftir notkun.