fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Svona er hægt að nota hvítvínsedik þegar þvottur er þveginn

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin sérstök skemmtun að þvo þvott en nauðsynlegt ef maður vill eiga hrein föt. Lyktin af nýþvegnum fötum er góð og áferðin er dásamleg.

En það getur verið snúið að þvo föt þannig að öll óhreinindi og óþefur náist úr þeim. Það er auðvitað hægt að fara eftir því sem stendur á þvottamiðanum í fatnaðinum en þær leiðbeiningar duga ekki alltaf til að gera fötin hrein.

Eitt af þeim húsráðum sem er til gengur út á að nota hvítvínsedik þegar þvegið er.

Ef þú setur fötin í vatn og blandar 0,5 dl af hvítvínsediki saman við þá á það að hjálpa til við að fjarlægja bletti. Fötin eru látin liggja í þessu í 30-60 mínútur og eru síðan sett í þvottavél.

Ef þú setur smá hvítvínsedik í hólfið fyrir mýkingarefnið, áður en þú þværð, á það að duga til að eyða slæmri svita- og reykingalykt.

Sum föt verða auðveldlega rafmögnuð þegar þau eru þvegin. Þetta er hægt að leysa með því að setja smá hvítvínsedik í þvottavélina.

Ef þú setur hvítvínsedik í þvottavélina verður miklu auðveldara að fjarlægja hár og ryk, sem situr fast á fatnaðinum, af fötunum þegar þau eru orðin þurr.

Stundum koma gulir blettir í handarkrikana. Sviti og svitalyktareyðir geta valdið þessu. Ef þú setur smá hvítvínsedik í þvottavélina hverfa þessir blettir að sögn.

Stundum koma hvítir þvottaefnisblettir á þvottinn. Það er hægt að koma í veg fyrir það með því að setja hvítvínsedik í þvottavélina.

Hvítvínsedik er einnig góður kostur þegar kemur að því að þrífa þvottavélina því það þarf að þrífa hana eins og annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad