En það getur verið snúið að þvo föt þannig að öll óhreinindi og óþefur náist úr þeim. Það er auðvitað hægt að fara eftir því sem stendur á þvottamiðanum í fatnaðinum en þær leiðbeiningar duga ekki alltaf til að gera fötin hrein.
Eitt af þeim húsráðum sem er til gengur út á að nota hvítvínsedik þegar þvegið er.
Ef þú setur fötin í vatn og blandar 0,5 dl af hvítvínsediki saman við þá á það að hjálpa til við að fjarlægja bletti. Fötin eru látin liggja í þessu í 30-60 mínútur og eru síðan sett í þvottavél.
Ef þú setur smá hvítvínsedik í hólfið fyrir mýkingarefnið, áður en þú þværð, á það að duga til að eyða slæmri svita- og reykingalykt.
Sum föt verða auðveldlega rafmögnuð þegar þau eru þvegin. Þetta er hægt að leysa með því að setja smá hvítvínsedik í þvottavélina.
Ef þú setur hvítvínsedik í þvottavélina verður miklu auðveldara að fjarlægja hár og ryk, sem situr fast á fatnaðinum, af fötunum þegar þau eru orðin þurr.
Stundum koma gulir blettir í handarkrikana. Sviti og svitalyktareyðir geta valdið þessu. Ef þú setur smá hvítvínsedik í þvottavélina hverfa þessir blettir að sögn.
Stundum koma hvítir þvottaefnisblettir á þvottinn. Það er hægt að koma í veg fyrir það með því að setja hvítvínsedik í þvottavélina.
Hvítvínsedik er einnig góður kostur þegar kemur að því að þrífa þvottavélina því það þarf að þrífa hana eins og annað.