fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ný kenning um stúlkuna sem telur sig vera Madeleine McCann setur allt á hliðina – „Vá þú gætir hafa hitt naglann á höfuðið“

Pressan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk stúlka, Julia Wandelt, steig nýlega fram og sagðist telja að hún sé í raun breska barnið Madeleine McCann sem hvarf af hóteli sem hún dvaldi á með foreldrum sínum í Portúgal árið 2007. Hafa fjölmiðlar hið ytra greint frá því að McCann fjölskyldan, sem haldið hefur í vonina að finna dóttur sína á lífi í gegnum árin, séu tilbúnir að taka þátt í að kosta til erfðafræðirannsókn á Juliu til að komast að hinu sanna.

Málið hefur vakið mikla athygli enda þykir Julia nokkuð lík Madeleine.

Nú hafa netverjar þó lagt fram nýja kenningu sem nú tröllríður samfélagsmiðlum. Telja netverjar að Julia sé ekki Madeleine heldur önnur stúlka sem hvarf árið 2011. Svissnesku tvíburarnir, Livia og Alessia Schepp, hurfu árið 2011 þegar þær voru sex ára gamlar.

Hafa netverjar borið saman myndir af Juliu og Liviu og þykja líkindin nokkuð sláandi og í raun meiri heldur en líkindi Juliu og Madeleine.

Hér má sjá myndir af Liviu og Juliu hlið við hlið.

Netverjar eru á einu máli um það að Julia sé mun líkari Liviu heldur en Madeleine.

„Ég varð rosalega forvitinn og fór á veiðar á netinu og þetta fann ég,“ skrifaði einn við samsetta mynd af Liviu og Juliu. „Vinsamlegast segið mér að ég sé ekki að ímynda mér þetta“

„Hún lítur alveg eins út, nema greinilega eldri,“ sagði annar netverji.

„Vá þú gætir hafa hitt naglann á höfuðið,“ skrifaði annar.

„Vá þetta stemmir. Þessi kenning á skilið erfðafræðirannsókn“

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Juliu og Madeleine.

Madeleine McCann hvarf úr rúmi sínu á hóteli á portúgalska ferðamannastaðnum Praia da Luz þann 3. maí 2007. Foreldrar hennar voru þá að snæðingi á tapas-stað sem var nokkrum metrum frá hótelinu. Hún var þá þriggja ára gömul og ef hún er lifandi í dag væri hún 19 ára. Julia segist vera 21 árs en þó gæti verið að hún sé yngri.

Tvíburarnir Alessia og Livia hurfu í janúar árið 2011 úr úthverfi í borginni Lausanne í Sviss. Faðir þeirra sótti dætur sínar heim til fyrrverandi konu sinnar til að verja með þeim helginni en stelpunum var svo aldrei skilað aftur. Upp hófst mikil leit. Snemma í febrúar fannst faðir stúlknanna svo látinn, hann hafði tekið eigið líf, en hvorki fannst tangur né tetur af dætrum hans. Líklegasta kenningin til þessa hefur verið sú að faðir stúlknanna hafi svipt þær lífi og svo tekið eigið líf, en ekki er hægt að fullyrða það þar sem lík stúlknanna hafa aldrei fundist. Þær eru enn skráðar týndar og mál þeirra enn opið hjá yfirvöldum. Ef þær eru lifandi yrðu þær 19 ára gamlar í október.

Julia hafði sagt við fylgjendur sína að hún væri ekki í leit að frægð og frama heldur trúi hún því af einlægni að hún sé Madeleine. Hefur hún krafið foreldra sína, eða þá aðila sem eru skráðir foreldrar hennar, um sannanir fyrir fæðingu sinni og hefur hún reynt að fá aðstoð lögreglu en mætt þar lokuðum dyrum.

„Ég hef beðið um myndir af móður minni þegar hún var ólétt af mér, öðrum læknaskýrslum og myndum af æsku minni og hún sýnir mér þær aldrei, hún segir mér bara að ég sé galin. Kennarinn minn frá því að ég var mjög ung segir að ég hafi ekki verið í skólanum frá upphafi en foreldrar mínar eru staðfastir á því að ég hafi verið þar.“

Julia segir að hún hafi sjálf byrjað að rannsaka fortíð sína og þá komist að því hvað hefði komið fyrir Madeleine og fór að sjá líkindin sem þær deila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?