Líklega er innistæða fyrir hrósinu því þeir fundu tæplega 200.000 páskaegg sem hafði verið stolið.
Sky News segir að eggjunum hafi verið stolið úr geymslu í Stafford Park í Telford á laugardaginn.
Talið er að páskaeggin séu allt að 40.000 punda virði.
Lögreglumenn fundu þau fljótlega eftir að tilkynnt var um þjófnaðinn. Þeir stöðvuðu akstur bifreiðar á M42 hraðbrautinni og fundu eggin í henni.
32 ára maður, Joby Pool, var kærður fyrir þjófnaðinn.
UPDATE | West Mercia Police has helped save Easter for Crème Egg fans after almost 200,000 of the chocolate treats were stolen from a unit in Stafford Park in Telford.
1/3 pic.twitter.com/N2vr2iUbMo
— West Mercia Police (@WMerciaPolice) February 13, 2023