The Guardian segir að samkvæmt því sem talsmaður heilbrigðisyfirvalda hafi sagt þá hafi verið lagt hald á kjöt sem talið er að sé af hundum eða köttum.
Ákveðið var að gera húsleitina eftir að tilkynningar bárust um að hunda- og kattakjöt væri til sölu í verslun í Yau Ma Tei hverfinu.
Verið er að rannsaka kjötið til að skera úr um af hvaða dýrum það er. Einnig er verið að rannsaka hvort verslunin hafi selt ferskt kjöt án þess að hafa tilskilin leyfi til þess.
Neysla og sala á hunda- og kattakjöti hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan 1950.
Í kjölfar frétta af þessu máli kröfðust bæði þingmenn og dýraverndunarsinnar meira eftirlits með málum af þessu tagi.