fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hann var þekktur fyrir að lifa fábrotnu og sparsömu lífi – Kom öllum á óvart eftir andlát sitt

Pressan
Mánudaginn 13. febrúar 2023 22:04

Ronald Read

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Read, sem bjó í Vermont í Bandaríkjunum, var þekktur fyrir að lifa fábrotnu og sparsömu lífi. Í gegnum tíðina naut hann oft góðs af hjálpsemi annarra,. Til dæmis prjónaði kona ein húfu á hann því hún hafði áhyggjur af að gamla slitna derhúfan hans héldi ekki hita á honum að vetri til. Gallajakkinn hans hékk saman með aðstoð öryggisnæla og skyrtan hans var svo gömul að eitt sinn greiddi gestur á veitingahúsi fyrir mat hans því hann taldi að Read hefði ekki efni á að borga sjálfur.

Þetta sagði Laurie Rowell, lögmaður Read, í samtali við CNN fyrir nokkrum árum þegar fjallað var um hann.

Það voru kannski góðverk af þessu tagi sem urðu til þess að Read ákvað að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið eftir andlát sitt. Í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Brattleboro Memorial sjúkrahúsinu 4,8 milljónir dollara og Brooks bókasafninu 1,2 milljónir dollara.

Gina Pattison, hjá Brattlebro sjúkrahúsinu, sagði í samtali við WCAX að það hafi komið ánægjulega á óvart að fá þessa gjöf frá Read sem hún sagði oft hafa komið á kaffihúsið á sjúkrahúsinu til að fá sér morgunmat.

Talsmaður bókasafnsins fagnaði gjöfina til safnsins mjög og sagði þetta vera stærstu einstöku gjöfina til safnsins síðan 1886.

Read gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk hlutastarf sem húsvörður hjá J.C. Penney að stríðinu loknu. Hann starfaði þar allt til 1997 þegar hann fór á eftirlaun.

Hann var aldrei hálaunamaður en fjárfesti í hlutabréfum áratugum saman og dreifði fjárfestingum sínum að sögn Rowell.

Í tilkynningu frá lögmannsstofu hennar segir að Read hafi lifað hófsömu lífi og hafi hatað að eyða peningum eða sjá eitthvað fara til spillis. „Hann lagði ekki einu sinni nærri lögmannsstofu minni því hann vildi ekki borga fyrir að leggja,“ segir í tilkynningunni.

Eftir að Read lést fór Rowell í bankahólf hans til að sækja ýmis skjöl. Þá áttaði hún sig á hversu sparsamur hann hafði verið. Hólfið var stútfullt af hlutabréfum. Þegar allt hafði verið gert upp lá fyrir að hann hafði skilið rúmlega 8 milljónir dollara eftir sig.

Auk fyrrgreindra gjafa þá ánafnaði hann hluta af auðæfum sínum til fósturbarna sinna og vina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum