Síðustu daga hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að „óþekktir hlutir“ hafi verið skotnir niður í lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada. Ekki er fyllilega ljóst hvers konar hluti er um að ræða þó flestir hafi giskað á að þarna sé um njósnabelgi að ræða, líklega frá Kína. En svo eru líka þeir sem hugsa, hvað ef? Hvað ef þetta eru í alvörunni fljúgandi furðuhlutir og loks sé heimurinn að fá upplýsingar um vitsmunalíf á öðrum plánetum?
Washington Post greinir frá því að hershöfðinginn bandaríska flughersins, Glen VanHerck, segi að hann ætli að láta öðrum eftir að finna út hvers eðlis óþekktu hlutirnir séu, persónulega útiloki hann ekkert.
„Á þessum tímapunkti erum við að meta alla ógn eða mögulega ógn, óþekkta, sem nálgast Norður Ameríku, og reyna að bera kennsl á hana.“
Bandaríska varnarmálaráðuneytið, oftast kallað eftir höfuðstöðvum sínum – Pentagon – sagði í gær að hlutur sem hafi verið skotin niður við landamæri Bandaríkjanna og Kanada hafi verið átthyrndur.
Annar embættismaður úr varnarmálaráðuneyti sagði í skjóli nafnleyndar að herinn hefði ekkert séð þó til að benda til þess að hlutirnir sem um ræðir séu ekki manngerðir.
VanHerck segir þó að það sé ástæða fyrir því að ekki hafi verið talað um njósnabelgi hingað til heldur sé talað um óþekkta hluti. Hluturinn hafi farið mjög hægt yfir og varla sést á ratsjám og því óvíst sem stendur hvernig hluturinn hélst á lofti.
Auðkýfingurinn og forstjóri Twitter, Elon Musk, virðist spenntur fyrir þeim möguleika að um geimverur sé að ræða.
Don’t worry, just some of my 👽 🛸 friends of mine stopping by …
— Elon Musk (@elonmusk) February 12, 2023
Fleiri virðast sannfærðir um að geimverur séu loksins að gera vart við sig, aðrir hafa notað tækifærið og hent í brandara og enn aðrir telja að bandarísk yfirvöld séu viljandi að gefa geimverukenningunni byr undir báða vængi til að draga athyglina frá öðrum málum.
Loksins geimverur og þær eru miskunnarlaust skotnar niður 😭 vonandi eiga þær ekki stóra bróður
— Matthildur (@wargur) February 13, 2023
Skil þetta eftir hér …
“Hershöfðingi flughersins kveðst ekki útiloka geimverur”https://t.co/yi1lKYsgb9
— Thordur Palsson (@PalssonThordur) February 13, 2023
Ligg í rúminu og opna mbl og segi við manninn minn “jæja Bandaríkjamenn bara farnir að skjóta niður geimverur”. Hann svaraði með þungum rómi “ákúrat það sem við þurfum á að halda núna, alien invasion”. 😅
— Ólöf Pálsdóttir (@olofpals) February 11, 2023
Loftbelgir!
Þetta eru allt loftbelgir sem er verið að skjóta niður.https://t.co/SyXRcrn9pa
— Matthías Ásgeirsson (@orvitinn) February 13, 2023
Á meðan fyrri hálfleik á Superbowl stóð (eðlilegur tími) hélt Pentagon fréttamannafund útaf hlutunum sem kaninn er að skjóta niður daglega. Eftir spurningu New York Times um hvort þetta gætu verið geimverur svaraði Pentsgon að þeir myndu ekki útiloka neitt. Allt eðlilegt bara!
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 13, 2023
Óheppnar þessar geimverur að spyrja til vegar í villta vestrinu.
— Bjorgvin Valur (@bjorgvinvalur) February 13, 2023
Nothing is a coincidence. Remember a few months ago the government releasing videos of UFO's? How they had stories of UFO's on FOX news? We were getting primed.
I'm taking the square for Aliens for $100.— Thomas Kemmett🇺🇲 (@ThomasKemmett) February 13, 2023
Alien Invasion! 👽
Superbowl 2023 🏈
Rhianna halftime show 🎶💃 pic.twitter.com/u8WcDoPQ6j— Popmemes8 (@jonpopmemes) February 13, 2023
I've always suspected that an advanced alien civilisation with the technology to travel at close to light speed across interstellar distances would arrive in Earth orbit unobserved and proceed to dispatch a fleet of small, easily detectable balloons into our atmosphere. https://t.co/OlDM2LXrOG
— Brian Cox (@ProfBrianCox) February 13, 2023
It's just US Airforce Target practice balloons, it's to distract you from the Vinyl Chloride rail disaster. Aliens didn't travel light years to play with US Military target practice balloons. That's dumb, shame on you for believing something so stupid. pic.twitter.com/cv0uUOrs5l
— Pretendo Friendo (@PretendoFriendo) February 13, 2023
#Aliens !!
They friggin end up only in #USA ?
Or
Is it that, these people are so gullible to believe such stories while some other main issue is brushed under the carpet ? pic.twitter.com/75h75oK784— Dr MJ Augustine Vinod 🇮🇳 (@mjavinod) February 13, 2023
If the aliens land and ask to see our leaders, we are so screwed pic.twitter.com/WItqaaNSKn
— End Wokeness (@EndWokeness) February 12, 2023
So when the aliens land and ask to see our leaders I say we take them to Dave Grohl. pic.twitter.com/MWBzGhedo8
— Doug 👽🎵✊⚙️☕️ (@doug_life1) February 13, 2023
"It's a balloon! No, it's aliens!!" pic.twitter.com/jW7UChSDvl
— Gritty is the Way (@Gritty20202) February 13, 2023
😳 WTF is going on?? 🛸 #UFOSightings #RealOrFake #UFOs #UFOInvasion #ufotwitter #WTF pic.twitter.com/cWhI34vAZK
— Drop-Shipping Queen (@DropshipNQueen) February 13, 2023
BREAKING:
UFO caught on tape#ufotwitter #NORAD pic.twitter.com/OdsTFn9u4l
— CARL0S 🚭 (@CarlosSpacetime) February 12, 2023
Að öllum líkindum er hér um að ræða einhvers konar njósnabelgi og munu skýringar líklega fást á næstu dögum enda er sannleikurinn þarna úti, eins og segir í frægum sjónvarpsþáttum, þó líklega hafi þar verið vísað til þess að sannleikurinn væri staðfesting á tilveru geimvera, en ekki staðfesting á að ekki sé um slíkt að ræða.