fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sérð þú alltaf um að skipta á rúminu? Það er líklega góð ástæða fyrir því

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 19:00

Hver skiptir á rúminu heima hjá þér?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem þarf að gera á heimilinu, þar á meðal „ósýnileg“ verkefni á borð við skipulagningu og samhæfingu. Oftast eru það konur sem sjá um þetta og bera þar með það sem kallað er „the mental load“.

Þetta er mjög slítandi að sögn Cathrine Katzmann, hjónabandsráðgjafa og kynlífsfræðings. Hún segir að sá aðili á heimilinu, sem taki ábyrgð á að muna hvenær á að skipta á rúmum eða hvenær börnin eiga að hafa íþróttaföt með í skólann, sé sá sem beri „the mental load“ og það séu oftast konurnar. Þessi aðili endi oft með að skipta verkunum á milli sín og makans en oft standi hann uppi með öll verkefnin.

Hún segir að „the mental load“ sé ósýnilegt og það geri það svo erfitt. Það tengist einnig gömlum kynjahlutverkum sem ganga út á að það sé konan sem sinnir flestum heimilisverkum.

Hún segir að þetta valdi því að konurnar standi uppi með flest hinna sýnilegu verkefna, til dæmis þrif og matseld, en einnig ósýnilegu verkefnin, til dæmis skipulagningu og samhæfingu.

Hún segir að þetta hafi þau áhrif á margar konur að þeim finnist þær ofhlaðnar verkefnum og fái ekki næga viðurkenningu fyrir það sem þær gera á heimilinu. Þetta sé lýjandi fyrir þær og ástarsambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun