Þetta er mjög slítandi að sögn Cathrine Katzmann, hjónabandsráðgjafa og kynlífsfræðings. Hún segir að sá aðili á heimilinu, sem taki ábyrgð á að muna hvenær á að skipta á rúmum eða hvenær börnin eiga að hafa íþróttaföt með í skólann, sé sá sem beri „the mental load“ og það séu oftast konurnar. Þessi aðili endi oft með að skipta verkunum á milli sín og makans en oft standi hann uppi með öll verkefnin.
Hún segir að „the mental load“ sé ósýnilegt og það geri það svo erfitt. Það tengist einnig gömlum kynjahlutverkum sem ganga út á að það sé konan sem sinnir flestum heimilisverkum.
Hún segir að þetta valdi því að konurnar standi uppi með flest hinna sýnilegu verkefna, til dæmis þrif og matseld, en einnig ósýnilegu verkefnin, til dæmis skipulagningu og samhæfingu.
Hún segir að þetta hafi þau áhrif á margar konur að þeim finnist þær ofhlaðnar verkefnum og fái ekki næga viðurkenningu fyrir það sem þær gera á heimilinu. Þetta sé lýjandi fyrir þær og ástarsambandið.