Hún taldi sig hafa verið svikna af manni einum sem hún hafði farið á tvo stefnumót með. Í hefndarskyni ætlaði hún því að kveikja í húsinu hans.
En hún klikkaði á einu mikilvægu atriði. Hún fór nefnilega að röngu húsi.
Rétt var að umræddur maður ætlaði að fara að flytja inn í húsið á næstunni en var ekki fluttur. Eldri maður, með takmarkaða hreyfigetu, bjó í húsinu. Sem betur fer slapp hann ómeiddur frá eldinum en mikið tjón varð á húsinu.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang brást Peckitt illa við og hrækti framan í lögreglumann.
Mál hennar var nýlega tekið fyrir dóm og var hún dæmd í sex ára fangelsi fyrir íkveikju. Mirorr skýrir frá þessu.