Stofnunin hefur tekið höndum saman við Defence Advanced Research Projects Agency (Darpa), sem er opinber stofnun, um að gera tilraunir með kjarnorkueldflaug úti í geimnum ekki síðar en 2027.
The Guardian segir að markmiðið sé að þróa nýtt knúningsafl fyrir geimferðir. Þetta verður allt öðruvísi kerfi en notað hefur verið frá upphafi geimferðanna.
Í fréttatilkynningu frá NASA segir að með því að nota kjarnorkuknúnar eldflaugar sé hægt að stytta ferðatímann mikið og draga þannig úr þeirri áhættu sem fylgir geimferðum. Það að stytta ferðatíma sé eitt af lykilatriðunum fyrir að hægt verði að senda fólk til Mars því langar ferðir kalli á meiri vistir og betri eldflaugar.