fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hundur skaut mann til bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:00

Staffordshire Bull Terrier Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum á laugardaginn voru viðbragðsaðilar sendir á afskekkt svæði í Sumner County í Kansas eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið skotinn í bakið.

Lögreglan segir að maðurinn, Joseph Austin Smith, hafi verið skotinn í bakið þegar hann sat í farþegasætinu í pallbifreið.

Viðbragðsaðilar veittu honum alla hugsanlega aðstoð á vettvangi en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Talsmaður lögreglunnar segir að Smith hafi verið á veiðum með vini sínum. Í aftursæti bifreiðarinnar var veiðibúnaður þeirra og riffill. Riffillinn var hlaðinn og þegar hundur veiðifélagans steig á hann hljóp skot úr honum og lenti í baki Smith.

Larry Hastings, starfsmaður veiðieftirlitsins í Kansas, sagði í samtali við kansas.com að hann hafi byrjað að starfa sem veiðieftirlitsmaður 1991 og þetta sé í annað sinn frá þeim tíma sem hann hafi heyrt af máli þar sem hundur skýtur mann.  Veiðimaðurinn lést þó ekki í því slysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?