fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Hundur skaut mann til bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:00

Staffordshire Bull Terrier Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum á laugardaginn voru viðbragðsaðilar sendir á afskekkt svæði í Sumner County í Kansas eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið skotinn í bakið.

Lögreglan segir að maðurinn, Joseph Austin Smith, hafi verið skotinn í bakið þegar hann sat í farþegasætinu í pallbifreið.

Viðbragðsaðilar veittu honum alla hugsanlega aðstoð á vettvangi en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Talsmaður lögreglunnar segir að Smith hafi verið á veiðum með vini sínum. Í aftursæti bifreiðarinnar var veiðibúnaður þeirra og riffill. Riffillinn var hlaðinn og þegar hundur veiðifélagans steig á hann hljóp skot úr honum og lenti í baki Smith.

Larry Hastings, starfsmaður veiðieftirlitsins í Kansas, sagði í samtali við kansas.com að hann hafi byrjað að starfa sem veiðieftirlitsmaður 1991 og þetta sé í annað sinn frá þeim tíma sem hann hafi heyrt af máli þar sem hundur skýtur mann.  Veiðimaðurinn lést þó ekki í því slysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu