The Guardian segir að samkvæmt dómskjölum þá krefjist saksóknarar dauðadóms yfir prófessornum fyrir meinta glæpi hans, þar á meðal að hafa notað Twitter og WhatsApp til að deila fréttum sem teljast „óhliðhollar“ sádi-arabískum stjórnvöldum.
Sádi-arabískir fjölmiðlar, sem lúta stjórn yfirvalda, hafa dregið þá mynd upp af Al-Qarni að hann sé hættulegur predikari en stjórnarandstæðingar segja að hann sé mikilvægur og virtur fræðimaður sem hafi átt sér marga fylgjendur, þar á meðal tvær milljónir á Twitter.
Baráttufólk fyrir mannréttindum og sádi-arabískir útlagar hafa varað við aðgerðum stjórnvalda og segja þau vera að taka mjög harkalega á einstaklingum sem eru taldir vera gagnrýnir í garð stjórnvalda. Má þar nefna að á síðasta ári var Salma al-Shehab, doktorsnemi við háskólann í Leeds á Englandi og tveggja barna móðir, dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að vera með Twitteraðgang og fyrir að fylgja og endurtísta tístum stjórnarandstæðinga og aðgerðasinnar.
Önnur kona, Noura al-Qahtani, var dæmdi í 45 ára fangelsi fyrir að nota Twitter.
Notkun samfélagsmiðla og annarra samskiptaleiða var gerð ólögleg í Sádi-Arabíu eftir að krónprinsinn komst til valda.
Sádi-arabísk stjórnvöld og þarlendir fjárfestar, sem lúta stjórn yfirvalda, hafa að undanförnu aukið hlut sinn í bandarískum samfélagsmiðlum, þar á meðal Twitter og Facebook, auk afþreyingarfyrirtækja á borð við Disney.