fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Tilraunir með bóluefni gegn krabbameini hefjast hugsanlega í haust

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 21:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Barclay, heilbrigðisráðherra Bretlands, skrifaði nýlega undir samkomulag við BioNTech til að „tryggja að besta hugsanlega meðferð verði aðgengileg eins fljótt og unnt er“ gegn krabbameini.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkomulagið þýði að breskir sjúklingar muni fá aðgang að tilraunum með mögulegar meðferðir sem eru byggðar á mRNA tækni, þar á meðal bóluefnum gegn krabbameini. Þetta gerist hugsanlega í haust.

mRNA meðferðir eru sérsniðnar að hverjum einstaklingi og styrkja ónæmiskerfið með erfðalyklum krabbameinsins sem er verið að takast á við hverju sinni. Með þessu getur ónæmiskerfið tekist á við æxlið eitt og sér en þegar lyfjameðferð er beitt þá verða margar frumur fyrir barðinu á henni um leið og æxlið.

BioNTech vann með lyfjafyrirtækinu Pfizer við að þróa mRNA bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur herjað á heimsbyggðina síðustu árin.

The Guardian segir að samstarf fyrirtækisins og breskra stjórnvalda geti orðið til þess að fyrir 2030 fái Bretar 10.000 skammta af sérsniðnum lyfjameðferðum gegn krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu