fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 29. september 2022 17:00

Porfirio Duarte-Herrera

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Porfirio Duarte-Herrera slapp nýverið úr fangelsi í Nevada, Bandaríkjunum. Duarte-Herrera var að afplána lífstíðardóm fyrir sprengjuárás sem hann framdi í bílastæðakjallara Luxor hótelsins í Las Vegas árið 2007.

Einn lést í árásinni, 27 ára gamall karlmaður að nafni Willebaldo Dorantes Antonio, en hann hafði verið í sambandi með fyrrverandi kærustu vinar Duarte-Herrera, Omar Rueda-Denvers. Rueda-Denvers fékk einnig lífstíðardóm fyrir árásina.

Það komst í ljós að Duarte-Herrera, sem í dag er 42 ára gamall, hafði flúið úr fangelsinu þegar nafnakall var gert í fangelsinu árla morguns á þriðjudaginn. Það leið ekki langur tími þar til farið var að leita að honum en síðar um daginn var greint frá því að í raun hafði Duarte-Herrera flúið úr fangelsinu síðastliðinn föstudag.

Duarte-Herrera fékk þó ekki að njóta frelsisins nema í örfáa daga því í dag var hann gómaður. Samkvæmt færslu frá lögreglunni í Las Vegas var Duarte-Herrera á leiðinni til Mexíkó með strætó en það var einmitt strætómiðinn sem varð honum að falli. Árvökull starfsmaður á strætóstöðinni er nefnilega sagður hafa komið auga á flóttafangann og tilkynnt það til yfirvalda.

Þessu stutta fríi Duarte-Herrera frá fangelsinu fékk því snöggan endi þar sem lögreglan náði að góma hann og skila honum aftur á sinn stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum