fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 06:13

Keith Anderson. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta verður mjög, mjög slæmt fyrir fjölda fólks. Þetta er stærra en heimsfaraldurinn, þetta er mikil krísa.“ Þetta sagði Keith Anderson, forstjóri skoska orkufyrirtækisins Scottish Power, þegar hann ræddi síhækkandi raforkuverð í Bretlandi í sjónvarpi.

STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum frá Rússlandi og að lokum hætta alveg að kaupa gas þaðan.

Nú hefur streymi rússnesks gass til Evrópu minnkað mikið og það hefur haft í för með sér að gas- og rafmagnsverð hefur hækkað mikið, einnig í Bretlandi. Rafmagnsverð hefur hækkað um 54% á árinu og það er full ástæða til að ætla að það eigi eftir að hækka enn meira sagði Anderson.

Í Bretlandi eru raforkukaupendur með þak á hversu hár rafmagnsreikningur þeirra getur orðið árlega og er það hin opinbera orkustofnun, Ofgem, sem ákveður hvert þakið er. Núverandi þak er sem svarar til um 340.000 íslenskum krónum en það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir 18 mánuðum. Reiknað er með að þetta þak hækki enn frekar og telja sérfræðingar að Ofgem hækki það upp í sem svarar til um 520.000 íslenskum krónum á næstunni og jafnvel upp í sem svarar til um 900.000 íslenskum krónum í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið