CBS News skýrir frá þessu. Fram kemur að eiginmaður Jennifer, Beau Rothwell, hafi tekið þátt í leitinni að henni á sínum tíma. Jennifer var 28 ára þegar hún var myrt en Beau 31 árs.
Beau vissi vel hvar lík hennar var því hann hafði losað sig við það 72 km norðvestan við heimili hennar.
Lögreglan segir að Jennifer hafi leitað sér ákveðinna upplýsinga á Internetinu áður en hún var myrt. „Hvað á maður að gera ef eiginmaðurinn er miður sín yfir að þú sért barnshafandi?“ var spurningin sem hún leitaði að svari við.
Þegar lögreglan sá þetta beindust böndin að Beau sem var handtekinn og yfirheyrður.
Fyrir dómi játaði hann að hafa myrt Jennifer. Hann sagði að þau hafi rifist heiftarlega um framhjáhald hans og síðan hafi hann drepið hana. Hann neitaði að um morð af yfirlögðu ráði hafi verið að ræða.
Hann sagðist hafa slegið Jennifer í hnakkann með hamri. Hún hafi fallið niður við það og þá hafi hann slegið hana aftur. „Í hita leiksins sló ég hana aftur og aftur. Ég held að ég hafi brotið höfuðkúpuna og hún datt niður tröppurnar. Hún hreyfði sig ekki og ég sá ekki hvort hún væri dáin,“ sagði hann.