fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 16:00

Tennur rostunga hafa lengi verið eftirsóttar. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á leifum af hauskúpum og tönnum rostunga hefur bætt við vitneskju okkar um víkinga og samskipti þeirra og tengsl við Evrópu. Rostungstönn, frá tólftu öld, sem fannst í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, hefur ákveðin tengsl við Ísland en áður var talið að hún væri frá svæðum rostunga við Hvítahafið í norðvesturhluta Rússlands.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að í nýrri rannsókn hafi vísindamenn rannsakað erfðaefni tannarinnar og komist að því að hún er úr rostungi sem bjó við vestanvert Grænland.

Søren Sindbæk, prófessor og fornleifafræðingur við Árósaháskóla, sagði í samtali við Videnskab.dk að rannsóknin veiti mikilvægar og óvæntar upplýsingar um viðskipti á víkingatímanum og snemma á miðöldum. Hann kom ekki að rannsókninni en hefur lesið hana.

Hann sagði að lengi hafi verið vitað að viðskipti voru stunduð með rostungstennur en talið hafi verið að það einskorðaðist við norðanverða Evrópu. Nú liggi fyrir að tennur hafi einnig verið seldar í austanverðri álfunni og það breyti hugmyndum okkar um hversu nátengdir Evrópu norrænu íbúarnir á Grænlandi voru.

Hann sagði að þrátt fyrir að tönnin sé frá því um 100 árum eftir hinn svokallaða víkingatíma, sem var frá um 800 til 1050, þá hafi hún borist til Úkraínu eftir þeim verslunarleiðum sem norrænir menn hafi myndað á víkingatímanum.

Tönnin hefur farið eftir um 4.000 km langri verslunarleið frá vesturströnd Grænlands til Skandinavíu og áfram eftir ám til miðhluta Austur-Evrópu.

„Grænlensku veiðimennirnir seldu líklega vörur sínar í gegnum Ísland. Þaðan voru þær fluttar til Þrándheims í Noregi og áfram til Eystrasalts, í gegnum Kirjálabotn og til Novogrod sem var mikilvæg viðskiptamiðstöð á þeim tíma,“ sagði Sindbæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna