fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Lét flúra strigaskó á fæturna – „Þreyttur á því að borga“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 17:00

Skjáskot af TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem var að hans sögn „þreyttur á því að borga“ þegar skórnir hans skemmdust ákvað að fá par af Nike strigaskóm flúrað á fæturna á sér. 35 ára húðflúrarinn Dean Gunther notaði ótrúlega hæfileika sína til að teikna uppáhaldsskó mannsins, byrjaði svo að flúra og bjó til óvenjulega en hrífandi sjónhverfingu.

Tók 8 tíma að flúra

Dean er upprunalega frá Bellville í Suður-Afríku en flutti til Bretlands fyrir 5 árum síðan. Hann varð nýlega frægur á samfélagsmiðlum fyrir að hafa flúrað raunverulegt „six-pack“ á maga manns.

Um verkið sitt sagði Dean: „Mig langaði að gera sjónhverfingu, láta það líta út fyrir það að hann sé klæddur skóm, þrátt fyrir það að hann sé berfættur. Það mun láta þig kíkja tvisvar.“

Dean, sem rekur eigin húðflúrsstofu í Manchester sem heitir DG Tattoo Art, fann skóparið sem viðskiptavininum leist best á, skoðaði það í þrívídd og teiknaði svo útlínurnar á fót mannsins fríhendis. Verkið tók Dean um tvo tíma að teikna og aðra átta að flúra báðar fætur.

„Þetta var allt fríhendis“

„Að teikna flúrið fríhendis var erfiðasti hluturinn. Ég þurfti að passa upp á að allt passaði við lag fótanna. Stensill virkaði ekki í þessu tilfelli, þannig að þetta var allt fríhendis,“ bætti Dean við.

Listamaðurinn deildi verkinu sínu á TikTok og Instagram þar sem meira en tvær milljónir sáu og mikinn fögnuð mátti sjá yfir verkinu í athugasemdunum. Einn sagði: „Hann sparar stórfé á strigaskóm.“ Annar sagði: „Vá, djarfur að láta gera báða fætur,“ og enn annar: „Kexruglaður þessi, elska það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru