fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Gerir þú þessi mistök inni á baðherbergi?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 11:00

Viljum við ekki öll hafa baðherbergið glansandi og blettalaust? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust gerum við öll ákveðin mistök inni á baðherberginu, til dæmis með að henda hári í klósettið eða taka símann með inn á þennan friðsæla stað.

En hver eru helstu mistökin sem fólk gerir inni á baðherbergi? Hugsanlega eru það þau sem eru tilgreind hér fyrir neðan.

Klósettið er ekki ruslafata. Það á ekki að henda bleium, eyrnapinnum, dömubindum og blautklútum í klósettið. Þetta á að fara í ruslafötuna. Ef þetta fer í klósettið stíflar þetta það.

Geymdu tannburstann þinn langt frá klósettinu, helst í lokuðum skáp. Í hvert skipti sem þú sturtar niður dreifast bakteríur úr klósettinu um baðherbergið. Þær berast með örsmáum dropum sem sjást ekki með berum augum. Þessir örsmáu dropar setjast á tannbursta, handklæði og annað það sem er inni á baðherberginu. Það er því góð hugmynd að loka klósettinu áður en sturtað er niður. Það kemur ekki alveg í veg fyrir að þessir örsmáu dropar dreifist um allt en það dregur úr magni þeirra.

Ekki drekka vatn úr krananum inni á baði. Ástæðan er að á honum eru bakteríur úr klósettinu. Þær berast með örsmáum dropum eins og lýst er hér fyrir ofan.

Ekki fylla vaskinn af vatni til að skola andlitið síðan upp úr því. Vaskurinn er oft jafn skítugur og klósettið sjálf. Þess vegna skaltu bara skola andlitið með rennandi vatni.

Ekki nota símann inni á baðherbergi. Það er slæmur ávani og það gefur auga leið að bakteríur setja á hann þar inni. Svo er nú líka bara gott að taka sér smá frí frá símanum á meðan nauðsynlegum erindum er sinnt inni á baði.

Þvoðu handklæðin og baðmottur oftar. Eins og gefur að skilja verða handklæði og baðmottur rök við að vera inni á baði og þar með skapast kjörlendi fyrir bakteríur. Þess vegna er mikilvægt að þvo þetta reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“