fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þess vegna fá fleiri inflúensu á veturna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 13:30

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn segja þetta vera straumhvörf í vísindum en lengi hefur þótt nokkuð augljóst að við fáum frekar inflúensu og kvef á veturna. En það er ekki fyrr en nú að vísindamönnum tókst að finna skýringuna á af hverju við það er þannig.

Áður var það sagt vera mýta að það væri kuldi sem gerði að verkum að við veikjumst frekar eða fáum kvef á veturna. En nú hefur það verið sannað vísindalega. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Zara Patel, hjá Stanford háskólanum í Kaliforníu, að þetta sé í fyrsta sinn sem líffræðileg skýring finnst á að ónæmiskerfi okkar sé veikara á veturna.

Bakteríur og veirur herjar á okkur allt árið. Fyrri kenningar hafa meðal annars gengið út á að fólk smitist frekar á veturna því þá sé fólk meira innanhúss og nær öðru fólki.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hefur verið birt í vísindaritinu The Journal og Allergy and Clinical Immunology, eru að kalt loft valdi tjóni á ónæmisvörnunum sem við erum með í nefinu.

Við það að hiti lækki um fimm prósent inni í nefinu drepst tæplega helmingur þeirra milljarða fruma, sem drepa bakteríur og veirur, sem eru þar.

Benjamin Bleier, hjá Harvard læknaskólanum í Boston, sagði í samtali við CNN að kalt loft tengist auknum veirusýkingum því fólk missi í raun helminginn af ónæmisvörnum sínum þegar það kólnar aðeins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón