Mirror segir að litla stúlkan hafi fæðst fyrir tímann og hafi glímt við margvísleg heilsufarsvandamál.
Talið er að nokkrir mánuðir séu síðan hún lést.
Vanesa á tvö önnur börn, þriggja og sjö ára, sem vinir hennar og ættingjar segja að hún haldi mikið upp á og hafi mismunað þeim og látnu stúlkunni mikið því henni féll betur við þessi tvö.
Það var faðir látnu stúlkunnar sem gerði lögreglunni viðvart því hann hafði áhyggjur af dóttur sinni. Fjórum dögum síðar fann lögreglan lík hennar.
Talsmaður lögreglunnar sagði að Vanesa hafi notað kassann, með líkinu í, sem náttborð í svefnherberginu sínu. Hann sagði að litla stúlkan hafi átt erfitt með að anda eðlilega og hafi það verið afleiðing af því að hún fæddist fyrir tímann. Auk þess hafi hún glímt við fleiri heilsufarsvandamál.
Ekki er vitað hversu langt er síðan hún lést en ættingjar hennar sáu hana síðast á lífi í lok júlí þegar annað systkini hennar átti afmæli.
Systkinin eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda og Vanesa situr í gæsluvarðhaldi.