fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Dapurleg niðurstaða – Mikil fjölgun dauðsfalla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 20:00

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan á heimsfaraldur kórónuveirunnar var í hámarki fjölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu mjög mikið í Bandaríkjunum.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá var sorglegt met í þessum efnum sett 2020. Þá fjölgaði dauðsföllum, sem tengjast áfengisneyslu beint, um 26%. Samtals létust um 52.000 Bandaríkjamenn af völdum áfengisneyslu það árið en 2019 voru andlátin 39.000.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC.

Haft er eftir Marissa Esser, sem stýrir áfengisvarnardeild CDC, að oft sé litið fram hjá dauðsföllum af völdum áfengisneyslu. „Áfengi er oft vanmetið sem lýðheilsuvandamál,“ sagði hún.

Áfengisneysla veldur meðal annars skorpulifur, áfengiseitrun og fráhvarfseinkennum.

Það eru rúmlega tvöfalt meiri líkur á að karlar látist af völdum áfengisneyslu en konur. Flestir þeirra sem létust af völdum áfengisneyslu á árinu 2020 voru á aldrinum 55 til 64 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag

Faðir fann dóttur sína sem var rænt á jóladag
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda