fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Seðlabankar fjármagna skógareyðingu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 06:30

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir af stærstu seðlabönkum heimsins fjármagna óafvitandi starfsemi landbúnaðarfyrirtækja sem taka þátt í skógareyðingu í Amazonskóginum í Brasilíu. Meðal þessara banka eru seðlabankar Bretlands, Bandríkjanna og Evrópski seðlabankinn.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu að sögn The Guardian. Fram kemur að seðlabankarnir hafi keypt skuldabréf, útgefin af fyrirtækjum sem tengjast skógareyðingu og landtöku, fyrir milljónir dollara.

Skýrslan heitir „Bankrolling Destruction“ en það voru Global Witness samtökin sem gerðu hana. Í skýrslunni kemur fram að skattborgarar séu það með óafvitandi að styðja við bakið á fyrirtækjum sem stunda skógareyðingu í Amazon og fleiri regnskógum.

Bankarnir kaupa skuldabréf, gefin út af stórfyrirtækjum, til að reyna að dæla peningum inn á fjármálamarkaðina þegar einkageirinn er hikandi við að lána peninga út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Í gær

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ