ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi verið að fylgjast með beinni útsendingu af hafsbotni þegar þeir ráku upp stór augu því þeir vissu ekki hvað þeir sáu og vita ekki enn.
„Ég get sagt að þetta eru ekki steinar. En meira get ég ekki sagt,“ sagði einn vísindamannanna að sögn ScienceAlert.
Lífverurnar fundust á 400 til 600 metra dýpi.
Margar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lífverur þetta geti verið. Til dæmis kóraldýr eða svampdýr.