fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Lét það ekki stöðva sjálfsmyndatökuna að hún var í lífshættu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 07:49

Konan gaf sér tíma til sjálfsmyndatöku. Mynd:Lynda Douglas/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn varð ung kona fyrir því óhappi að ís brast undan bílnum sem hún ók þegar hún ók yfir ísilagt vatn í Ottawa í Kanada. Bílinn byrjaði strax að sökkva en konan náði að komast út og upp á bílinn. Íbúar í nágrenninu þyrptust strax á vettvang til að koma konunni til bjargar en það vakti athygli margra að þrátt fyrir að konan væri í lífshættu gaf hún sér góðan tíma til að taka sjálfsmynd þegar hún stóð ofan á bílnum, sem sökk hægt og rólega, á meðan hún beið eftir aðstoð.

Hún hafði náð að komast út um glugga og upp á þakið. Vatn streymdi inn í bílinn sem sökk sífellt dýpra. Björgunarfólki tókst að finna kajak sem var hægt að koma til konunnar og draga síðan í land með hana innanborðs.

En konunni virtist ekki liggja neitt sérstaklega mikið á að láta bjarga sér því hún gaf sér tíma til að smella af nokkrum sjálfsmyndum.

Lynda Douglas náði myndum af þessari myndatöku og birti á Twitter.

Mynd:Lynda Douglas/Twitter
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað