fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Fundu leifar lítilla pláneta sem Júpíter gleypti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 20:00

Júpíter. Mynd:NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/AndreaLuck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komist að því að inni í Júpíter, stærstu plánetu sólkerfisins, eru leifar af litlum plánetum sem Júpíter „gleypti“ fyrir löngu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og er þetta í fyrsta sinn sem í ljós kemur hvað leynist undir skýjunum í lofthjúp plánetunnar.

Lítil var vitað um Júpíter því stjörnusjónaukar hafa aðeins getað séð hringiður skýja í efstu lögum lofthjúpsins sem aftur skyggðu á það sem undir er. Mirror skýrir frá þessu.

Nýja rannsóknin er byggð á gögnum um þyngdarafl sem var aflað með Juno geimfari bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Með þessum gögnum var hægt að skyggnast undir skýjahjúpinn.

Vísindamennirnir komust að því að í kjarna plánetunnar er fast efni sem inniheldur mjög mikið af þungum efnum. Það bendir til að Júpíter hafi gleypt litlar plánetur. Líf Júpíters hófst með því að aðdráttarafl plánetunnar dró að sér loftsteina og gas úr mikilli fjarlægð.

Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að kjarni Júpíters hafi myndast úr litlum plánetum, eiginlega stórum loftsteinum. Þessir steinar hefðu hugsanlega getað myndað plánetur á borð við jörðina eða Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda