fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Leit á Google varð morðingjanum að falli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 21:30

Beau og Jennifer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2019 hvarf Jennifer Rothwell, sem bjó í Missouri í Bandaríkjunum, og fannst ekki fyrr en eftir viku. Hún var þá látin. Hún var barnshafandi. Nú hefur eiginmaður hennar, verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt hana. Það var leit Jennifer á Internetinu sem varð honum að falli.

CBS News skýrir frá þessu. Fram kemur að eiginmaður JenniferBeau Rothwell, hafi tekið þátt í leitinni að henni á sínum tíma. Jennifer var 28 ára þegar hún var myrt en Beau 31 árs.

Beau vissi vel hvar lík hennar var því hann hafði losað sig við það 72 km norðvestan við heimili hennar.

Lögreglan segir að Jennifer hafi leitað sér ákveðinna upplýsinga á Internetinu áður en hún var myrt. „Hvað á maður að gera ef eiginmaðurinn er miður sín yfir að þú sért barnshafandi?“ var spurningin sem hún leitaði að svari við.

Þegar lögreglan sá þetta beindust böndin að Beau sem var handtekinn og yfirheyrður.

Fyrir dómi játaði hann að hafa myrt Jennifer. Hann sagði að þau hafi rifist heiftarlega um framhjáhald hans og síðan hafi hann drepið hana. Hann neitaði að um morð af yfirlögðu ráði hafi verið að ræða.

Hann sagðist hafa slegið Jennifer í hnakkann með hamri. Hún hafi fallið niður við það og þá hafi hann slegið hana aftur. „Í hita leiksins sló ég hana aftur og aftur. Ég held að ég hafi brotið höfuðkúpuna og hún datt niður tröppurnar. Hún hreyfði sig ekki og ég sá ekki hvort hún væri dáin,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Í gær

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“