En niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Kyoto háskólann í Japan eru kannski ekki góðar fyrir þá sem hafa lent í þessu og velt þessu fyrir sér.
Þeir komust að því að kettir þekkja nafnið sitt og nöfn þeirra sem þeir búa með og gildir það jafnt um manneskjur og ketti. The Independent skýrir frá þessu. Þegar þeir svara ekki þá eru þeir einfaldlega að hunsa þann sem kallar.
Rannsóknin byggðist á tilraunum með 48 ketti. 19 þeirra voru heimiliskettir en 29 „kaffihúsakettir“ en slíkir kettir eru vinsælir í Japan. Þeir eiga heima á sérstökum kaffihúsum þar sem fólk getur fengið sér kaffibolla og klappað köttum um leið.
Öllum köttunum voru sýndar tvær ljósmyndir, ein af ketti sem þeir þekktu og önnur af manneskju sem þeir þekktu. Í helmingi tilfellanna var rétt nafn viðkomandi, kattar eða manneskju, sagt hátt við köttinn en í hinum helmingnum var rangt nafn sagt.
Ef andlit og nafn pössuðu ekki saman notuðu heimiliskettirnir lengri tíma til að horfa á myndina. Segja vísindamennirnir að þetta bendi til að það hafi ruglað kettina í rýminu að mynd og nafn pössuðu ekki saman.
Þessi áhrif voru enn augljósari og meiri ef kettirnir höfðu búið með köttunum og fólkinu, sem þeim var sýnd mynd af. Þessara áhrifa gætti ekki hjá „kaffihúsaköttunum“.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að kettir eiga auðveldara með að muna nöfn katta en fólks.