fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Ísraelsk kona dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 22:00

Dúbaí er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fidaa Kiwan, 43 ára ísraelsk kona, var nýlega dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún var handtekin í mars 2021, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins. Við leit í íbúð hennar fann lögreglan hálft kíló af kókaíni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Kiwan haldi því fram að hún hafi ekki átt kókaínið. Lögmenn hennar eru nú að undirbúa áfrýjun dómsins.

Ísraelska utanríkisráðuneytið segist vera að vinna í málinu. Samskipti Ísraels og Furstadæmanna hafa verið ágæt á síðustu árum eftir að þau undirrituðu samning um bætt samskipti og eðlileg samskipti ríkjanna. Í kjölfarið byrjuðu Ísraelsmenn að ferðast til Furstadæmanna og Furstadæmin ætla að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Ísrael.

Naftali Bennet, forsætisráðherra, fór í desember í opinbera heimsókn til Abu Dhabi og varð þar með fyrsti ísraelski forsætisráðherrann til að heimsækja landið. Forseti Ísraels fór einnig í opinbera heimsókn þangað nýlega.

Mjög hart er tekið á brotum gegn fíkniefnalöggjöfinni í Furstadæmunum og dauðadómar eru algengir. Þeim er oft breytt í langa fangelsisdóma þegar áfrýjunardómstólar taka málin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans