fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Ísraelsk kona dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 22:00

Dúbaí er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fidaa Kiwan, 43 ára ísraelsk kona, var nýlega dæmd til dauða í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún var handtekin í mars 2021, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins. Við leit í íbúð hennar fann lögreglan hálft kíló af kókaíni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Kiwan haldi því fram að hún hafi ekki átt kókaínið. Lögmenn hennar eru nú að undirbúa áfrýjun dómsins.

Ísraelska utanríkisráðuneytið segist vera að vinna í málinu. Samskipti Ísraels og Furstadæmanna hafa verið ágæt á síðustu árum eftir að þau undirrituðu samning um bætt samskipti og eðlileg samskipti ríkjanna. Í kjölfarið byrjuðu Ísraelsmenn að ferðast til Furstadæmanna og Furstadæmin ætla að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Ísrael.

Naftali Bennet, forsætisráðherra, fór í desember í opinbera heimsókn til Abu Dhabi og varð þar með fyrsti ísraelski forsætisráðherrann til að heimsækja landið. Forseti Ísraels fór einnig í opinbera heimsókn þangað nýlega.

Mjög hart er tekið á brotum gegn fíkniefnalöggjöfinni í Furstadæmunum og dauðadómar eru algengir. Þeim er oft breytt í langa fangelsisdóma þegar áfrýjunardómstólar taka málin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt