fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Bandarísk sendinefnd fór til Taívan til að róa eyjaskeggja

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 18:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar hafa brugðist ókvæða við heimsókn stórrar bandarískrar sendinefndar til Taívan nýlega. Í nefndinni voru varnarmála- og öryggissérfræðingar. Með heimsókninni vildu Bandaríkin fullvissa eyjaskeggja um að þau muni standa við skuldbindingar sínar um að verja Taívan fyrir árás Kínverja.

Mike Pompeo, sem var utanríkisráðherra í forsetatíð Donald Trump, var einnig staddur á Taívan þegar sendinefndin kom þangað. Hann var í einkaerindum en fundaði samt sem áður með Tsai IngWen, forseta, og varnarmálaráðherra landsins eins og hin opinbera sendinefnd gerði einnig.

Bandaríkjamenn hafa ekki dregið dul á að heimsóknin tengist stríðinu í Úkraínu. Vangaveltur hafa verið uppi um að Kínverjar myndu ráðast á Taívan í skjóli stríðsins í Úkraínu. Með heimsókninni sendu Bandaríkin Kínverjum þau skýru skilaboð að þeir hafi ekki gleymt Taívan og muni koma landinu til hjálpar ef Kínverjar ráðast á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum