fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Pressan

Svona er hægt að nota WD-40 til margra hluta

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 11:00

WD-40. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WD-40 er eflaust til á mörgum heimilum enda nytsamlegt til margra hluta. Hvort sem það er að smyrja lása, reiðhjól eða annað.

Það var Norman Larsen sem fann WD-40 upp árið 1953. Það var í upphafi hugsað sem vörn fyrir langdrægar eldflaugar. WD stendur fyrir Water Displacement og 40 fyrir að það var í fertugustu tilrauninni sem blandan var fullkomnuð. Hún var og er leynileg.

Í gegnum tíðina hafa margir uppgötvað að það er hægt að nota WD-40 til margra hluta. Hér á eftir nefnum við nokkra þeirra til sögunnar og til að vekja engan misskilning þá tökum við fram að WD-40, eða innflytjandi þess, kostar þessa grein ekki.

Einnig er rétt að taka fram að það ber að nota efnið í hóflegu magni vegna umhverfisverndarsjónarmiða og einnig er rétt að gæta að augunum þegar það er notað.

WD-40 kemur að góðu gagni þegar rennilás situr fastur. Sprautaðu beint á staðinn þar sem lásinn er fastur og renndu honum síðan aðeins upp og niður til að dreifa úr efninu.

WD-40 getur hjálpað til við að losa glös í sundur en það getur gerst að glös festast svo hressilega saman að það er ómögulegt að losa þau í sundur. Mundu bara að þvo glösin vel eftir þetta.

Ef þú þarft að ná hring af fingri þá er hægt að nota WD-40 til að auðvelda það.

Það er hægt að nota WD-40 til að gera skó vatnsþétta en ekki nota það á skó úr rúskinni.

Ef þú vilt losna við að framrúðan frjósi þá er hægt að koma í veg fyrir það með því að úða WD-40 á hana. Það kemur kannski ekki alveg í veg fyrir að hún frjósi en það verður að minnsta kosti auðveldara að skafa.

Ef snjór er farinn að festast á skóflunni er hægt að úða WD-40 á hana og þá festist hann ekki eins við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó