fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Hver er Karyna Shuliak? – Konan sem mun erfa ótrúleg auðæfi níðingsins Jeffrey Epstein

Pressan
Sunnudaginn 30. janúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur dögum áður en auðkýfingurinn og níðingurinn Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í Metropolitan Correctional Center í New York þann 10. ágúst 2019, þá hafði hann fyrir því að uppfæra erfðaskrá sína. Hver breytingin nákvæmlega var liggur ekki fyrir en ljóst er að fyrrverandi kærasta hans, Karyna Shuliak, mun erfa bróðurpart auðæfa hans.

Karyna, sem er ættuð frá Hvíta-Rússlandi, hefur haft afar hægt um sig í storminum eftir andlát Epstein og hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla um samband þeirra. Hún var miður sín eftir að hann lést og var nánast eina manneskjan sem stóð með honum fram á dánardag. Skömmu fyrir sjálfsvígið blekkti Epstein fangaverði með því að fá að hringja í móður sína. Móðir Epstein lést árið 2004  en sú sem var á hinum enda línunnar var Karyna og varði þetta síðasta símtal Epstein í 15 mínútur.

Karyna Shuliak fluttist til Bandaríkjanna árið 2009 til þess að nema tannlækningar. Ári síðar kynntist hún Epstein sem þá hafði nýlega losnað úr 13 mánaða fangelsisvist sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot, og samband þeirra hófst. Talið er að Shuliak hafi notið góðs af digrum sjóðum Epstein og að hann hafi meðal annars greitt allt nám hennar.

Árið 2013 var óvænt tilkynnt um að Shuliak hefði gifst náinni samstarfskonu Epstein, Jennifer Shalin. Talið er fullvíst að brúðkaupið hafi aðeins verið sviðsett til þess að tryggja að Shuliak fengi áfram landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Þegar það var gengið í gegn nokkru síðar gekk skilnaður hljóðlega í gegn.

Jennifer Kalin og Karyna Shuliak á góðri stund. Talið er að skammvinnt hjónaband þeirra hafi verið blekkingin ein

Í umfjöllun Daily Mail um samband þeirra var því haldið fram að Shuliak hafi verið afar afbrýðissöm og nánast yfirheyrt hvern þann sem Epstein hitti. Ekkert hefur komið upp á yfirborðið sem bendi til þes sað hún hafi vitað af kynferðisofbeldinu sem Epstein stundaði né tekið þátt í því á nokkurn hátt.

Svo virðist sem Shuliak hafi mögulega notað menntun sína til þess að laga tennurnar á konum sem Epstein beitti síðan ofbeldi. Í glæsihýsi hans á einkaeyju í karibíska hafinu fannst meðal annars tannlæknastóll og annar slíkur var staðsettur í glæsihýsi hans í Flórída-fylki. Þá hefur Karyna í gegnum árin verið skráð með lögheimili í húsum Epstein víða um lönd.

Þegar Epstein lést lét hann eftir sig eignir sem nema um 600 milljónum bandaríkja dala. Talsvert hefur saxast á þau auðæfi undanfarin rúm tvö og hálft ár enda kostar sitt að viðhalda til að mynda fasteignum hans auk þess sem samið hefur verið um greiðslu upp á um 120 milljónir dala til 135 kvenna sem hafa Epstein braut á i gegnum árin.

Hvað eftir verður þegar upp er staðið liggur ekki fyrir. Dánarbú Epstein verst nú ákæru um fjársvik sem gæti haft veruleg áhrif á uppgjör búsins auk þess sem svo gæti farið að málsvarnarlaun Ghislaine Maxwell, fyrr­um kær­astu Ep­stein, verði greidd að hluta til af dánarbúinu.

Allar líkur eru þó á því að veruleg fjárhæð muni renna til Karynu Shuliak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldudrama breyttist í martröð: Tengdamóðirin grét og skalf þegar örlög hennar réðust

Fjölskyldudrama breyttist í martröð: Tengdamóðirin grét og skalf þegar örlög hennar réðust
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aukaleikari úr Jaws græðir á tá og fingri á myndinni – „Þetta er súrrealískt“

Aukaleikari úr Jaws græðir á tá og fingri á myndinni – „Þetta er súrrealískt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat

Geimfarar í langferðum munu hugsanlega þurfa að borða frekar ógeðfelldan mat
Pressan
Fyrir 1 viku

Tengsl á milli margra sjúkdóma og skjátíma barna og ungmenna

Tengsl á milli margra sjúkdóma og skjátíma barna og ungmenna