Hinn 30 ára gamli Eric Popper frá Flórída í Bandaríkjunum tók vægast sagt ekki vel í það þegar flautað var á hann þann 21. júní í fyrra en Eric hafði svínað rétt fyrir það svínað fyrir bílinn sem flautaði. Local 10 fjallaði um málið.
Eric heyrist blóta ökumanninum í bílnum sem flautaði áður en hann opnar hólfið á milli sætanna í bílnum sínum og leitar að byssunni sinni. Eftir tæpar 20 sekúndur dregur hann byssuna upp úr hólfinu. Hann heldur þá á byssunni og bíðar eftir því að bíllinn sem flautaði taki fram úr honum á ný.
Þegar ökumaður bílsins sem flautaði keyrir fram úr Eric þá kastar hann vatsnflösku í átt að Eric. Við það miðar Eric byssunni að bílnum sem flautaði og byrjar að skjóta. Hann skýtur 11 skotum í áttina að bílnum og brýtur rúðurnar í sínum eigin bíl í leiðinni.
Samkvæmt lögreglunni í Flórída var atvikið tilkynnt til lögreglu af bæði Eric og manninum sem flautaði á hann. Við rannsókn málsins sagði Eric að hann hafi haldið að það væri verið að skjóta á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að skjóta sjálfur. Ökumaðurinn sem flautaði á Eric viðurkenndi að hafa kastað vatnsflösku í áttina að honum en hann var ekki með nein skotvopn í bílnum sínum.
Enginn virðist hafa meitt sig í tengslum við málið, að minnsta kosti tilkynnti hvorugur bílstjórinn það. Þeim var báðum sleppt af lögreglunni eftir að búið var að ræða við þá.
Eric var með myndavél í bílnum sínum þegar atvikið átti sér stað og náði hann upptöku af því. Hann gaf lögreglunni upptökuna sjálfviljugur en hana má sjá hér fyrir neðan.
Athygli er vakið á að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma:
Watch this: Video from inside shooter’s car captures road rage incident https://t.co/62LdHSTJjY
— philip lewis (@Phil_Lewis_) January 29, 2022