fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Myndband: Dró upp byssuna og skaut 11 sinnum í átt að bílstjóranum sem flautaði á hann

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 20:00

Eric Popper - Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 30 ára gamli Eric Popper frá Flórída í Bandaríkjunum tók vægast sagt ekki vel í það þegar flautað var á hann þann 21. júní í fyrra en Eric hafði svínað rétt fyrir það svínað fyrir bílinn sem flautaði. Local 10 fjallaði um málið.

Eric heyrist blóta ökumanninum í bílnum sem flautaði áður en hann opnar hólfið á milli sætanna í bílnum sínum og leitar að byssunni sinni. Eftir tæpar 20 sekúndur dregur hann byssuna upp úr hólfinu. Hann heldur þá á byssunni og bíðar eftir því að bíllinn sem flautaði taki fram úr honum á ný.

Þegar ökumaður bílsins sem flautaði keyrir fram úr Eric þá kastar hann vatsnflösku í átt að Eric. Við það miðar Eric byssunni að bílnum sem flautaði og byrjar að skjóta. Hann skýtur 11 skotum í áttina að bílnum og brýtur rúðurnar í sínum eigin bíl í leiðinni.

Báðir ökumenn tilkynntu höfðu samband við lögreglu

Samkvæmt lögreglunni í Flórída var atvikið tilkynnt til lögreglu af bæði Eric og manninum sem flautaði á hann. Við rannsókn málsins sagði Eric að hann hafi haldið að það væri verið að skjóta á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að skjóta sjálfur. Ökumaðurinn sem flautaði á Eric viðurkenndi að hafa kastað vatnsflösku í áttina að honum en hann var ekki með nein skotvopn í bílnum sínum.

Enginn virðist hafa meitt sig í tengslum við málið, að minnsta kosti tilkynnti hvorugur bílstjórinn það. Þeim var báðum sleppt af lögreglunni eftir að búið var að ræða við þá.

Atvikið náðist á upptöku

Eric var með myndavél í bílnum sínum þegar atvikið átti sér stað og náði hann upptöku af því. Hann gaf lögreglunni upptökuna sjálfviljugur en hana má sjá hér fyrir neðan.

Athygli er vakið á að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum