fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 20:30

Mynd: Durham Constabulary

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar á þessu ári hitti Sam Pybus, 32 ára karlmaður frá Darlington á Englandi, hjásvæfu sína, Sophie Moss. Pybus og Moss höfðu átt í leynilegu sambandi undanfarin þrjú ár en þau hittust um það bil 6 sinnum á ári.

Pybus hafði beðið eftir því að eiginkona sín myndi sofna en þegar hún var sofnuð sendi hann Moss skilaboð. Pybus og Moss hittust heima hjá þeirri síðarnefndu og stunduðu saman kynlíf sem endaði afar illa.

Pybus tók utan um háls Moss í kynlífinu og kyrkti hana í nokkrar mínútur með þeim afleiðingum að hún lét lífið. Pybus reyndi ekki að veita Moss skyndihjálp, hann fór þess í stað út í bílinn sinn og sat þar í 15 mínútur á meðan hann ákvað hvað hann ætlaði að gera. Þegar 15 mínútur höfðu liðið ákvað hann að keyra á lögreglustöð og segja þeim hvað hafði skeð.

Eftir að Pybus sagði lögreglunni hvað hann hafði gert keyrðu lögreglumenn heim til Moss og fundu hana þar án meðvitundar. Brunað var með hana á sjúkrahús en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Moss var úrskurðuð látin, aðeins 33 ára gömul.

Í gær var Pybus dæmdur í 56 mánaða fangelsi með möguleika á að losna út þegar 28 mánðir eru liðnir. Hann var ákærður fyrir morð en fékk lægri dóm fyrir að játa brotið þar sem ekki næg sönnunargögn voru til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu