fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Anthony Fauci lét Rand Paul heyra það – „Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala“ – Sjáðu myndbandið

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að blásið hafi um Anthony Fauci undanfarin misseri. Fauci skaust á sjónarsviðið þegar Covid-19 faraldurinn hófst í byrjun síðasta árs en hann var þá forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, dró hann inn í innsta hring Covid-19 viðbragðsteymis Hvíta hússins en öllum varð þó fljótlega ljóst að Fauci átti ekki mikla samleið með forsetanum sem stundum átti í erfiðleikum með vísindi og staðreyndir.

Fauci átti þó ekki að þykja það mikið tiltökumál að eiga við Bandaríkjaforseta, en hann hefur veitt öllum Bandaríkjaforsetum frá Reagan ráðgjöf í málefnum smitsjúkdóma.

Sýnileiki Fauci í Covid faraldrinum öllum þýddi líka að Fauci varð fljótt að skotspóni þeirra sem efast til dæmis um gildi bólusetninga, eða hafa viljað gera minna úr faraldrinum en aðrir.

Eitt slíkt augnablik náðist á myndband í gær þegar Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, yfirheyrði Fauci á þingnefndarfundi í gær. Umræðuefnið voru kenningar Pauls um hvort að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, NIH, hefði fjármagnað rannsóknir sem leiddu að lokum til Covid-19 faraldursins.

Fauci svaraði öldungadeildarþingmanninum fullum hálsi: „Ég laug aldrei að þinginu, og ég dreg ekkert sem ég hef sagt til baka,“ sagði Fauci. Paul hafði þá gert að því skóna að Fauci hefði logið að þinginu, sem Fauci svaraði strax: „Ef það er einhver hér sem er að ljúga, ert það þú!“

Slík samskipti eru ekki algeng á fundum þingnefnda Bandaríkjaþings, en slíkir fundir fara iðulega fram með fyrirfram ákveðnum spurningum og svörum.

„Þú veist bara nákvæmlega ekkert um hvað þú ert að tala,“ gaukaði Fauci jafnframt að þingmanninum.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca