fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dularfullur samningur varpar skugga á Spútnikbóluefni Rússa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 06:59

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska bóluefnið Spútnik V, sem var þróað gegn COVID-19, átti að vera bóluefni almennings en nú hefur stór skuggi fallið á þá mynd rússneskra yfirvalda. Rússnesk stjórnvöld hafa veitt arabískum prinsi einkaleyfi á sölu bóluefnisins í þremur heimsálfum og nú er það selt á himinháu verði til þróunarríkja.

Þetta kemur fram í umfjöllun hins óháða rússneska dagblaðs Moscow Times. Blaðið segir að Ahmed Dalmook al-Maktoum, sem er óþekktur prins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi gert samning við rússneska utanríkis- og þróunarráðuneytið um einkarétt fyrirtækis hans, Aurugulf Health Investments, á sölu á bóluefninu í löndum í þremur heimsálfum.

Vladimír Pútín, forseti, hefur verið iðinn við að nota bóluefnið sem vopn í diplómatísku vopnabúri Rússa en bóluefnið hefur verið kynnt sem bóluefni fyrir allt mannkynið og með mikilli áherslu á að það ætti að vera ódýr leið þróunarríkjanna út úr heimsfaraldrinum.

En samkvæmt umfjöllun Moscow Times þá er bóluefnið ekki svo ódýrt og ekki eins auðvelt að fá það eins og lofað var. Samkvæmt skjölum sem blaðið hefur komist yfir hafa mörg ríki neyðst til að kaupa bóluefnið af fyrirtækjum prinsins og fyrirtækjum sem eru skráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Verðið er yfirleitt tvisvar sinnum hærra en það verð sem Rússar hafa sett á bóluefnið.

Blaðið segir frá kaupum Jacques Sarrad, kaupsýslumanns og konsúls Rússlands í Líbanon, á einni milljón skammta af bóluefninu af fyrirtæki prinsins. Samið var um kaupin í mars en aðeins er búið að afhenda 80.000 skammta en afhendingu allra skammtanna á að vera lokið í ágúst.

Fyrirtæki prinsins, Aurugulf, hefur einnig samið um sölu á bóluefninu til Líbanon, Pakistan, Gana og Gvæjana samkvæmt skjölum sem Moscow Times hefur komist yfir. Í öðrum skjölum er fyrirtækið sagt hafa einkarétt á sölu bóluefnisins til Suður-Afríku og Indónesíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“