fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hryllingshúsið – Hversu margir lentu í hakkavélinni?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 05:55

Iðnaðarhakkavél. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum ekki líða að skipulagðir glæpahópar, sem halda að þeir séu valdameiri en ríkið, drepi, kúgi og smygli fíkniefnum,“ sagði Aleksander Vulin, innanríkisráðherra Serbíu, þann 10. maí í kjölfar ótrúlegrar uppgötvunar lögreglunnar í bænum Ritopek en hann er ekki langt frá höfuðborginni Belgrad.

Það var ekki nóg með að lögreglumenn hafi fundið mikið magn af sprengiefnum og skotvopnum í húsi sem nefnt hefur verið hryllingshúsið því þar fundu þeir einnig iðnaðarhakkavél. Rannsókn á henni leiddi í ljós að í henni var DNA úr fjölda manns. Talið er að alræmd mafía frá Svartfjallalandi hafi myrt fólki og síðan hakkað það. Ekki er vitað hversu margir enduðu í henni. OCCPR, sem er net blaðamanna sem fjalla um skipulagða glæpastarfsemi í Austur-Evrópu og Kákasus, skýrir frá þessu.

En það er ekki margt sem bendir til að draumur Vulin um að losna við mafíurnar munu rætast á næstunni. Þvert á móti virðist þróunin vera í hina áttina í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Aftenposten segir að mörg samtök, sem koma að málum skipulagðra glæpasamtaka, segi að heimsfaraldurinn hafi blásið byr í segl mafíuhópa og það engum smá byr því þegar heimsfaraldrinum lýkur muni mafíuhóparnir standa uppi, sterkari en áður.

UNODC, stofnun SÞ sem fylgir með fíkniefnamálum og afbrotum, segir að á síðustu 12 mánuðum hafi sést berlega að mafíuhópar beini spjótum sínum markvisst að illa stöddum fyrirtækjum. Hóparnir hafa einnig nýtt sér alþjóðlega skort á hlífðarbúnaði og lyfjum til að selja falsaðan útbúnað og lyf. Þeir hafa einnig eflt netglæpi sína og þeir hafa tekið völdin þar sem ríkisvaldið er veikburða, til dæmis með því að taka yfir verkefni sem yfirvöld ættu eiginlega að sinna. Á Ítalíu hefur mafían til dæmis notað fölsk góðgerðasamtök til að hjálpa þeim sem hafa farið verst út úr heimsfaraldrinum. Í Japan hafi yakuza-hópar deilt út ókeypis andlitsgrímum til apóteka og leikskóla. Í Mexíkó hafa fíkniefnahringirnir deilt út mat og handspritti á svæðum sem þau stjórna. Í Suður-Afríku hafa glæpagengi samið um tímabundið vopnahlé svo hægt sé að deila út mat til þurfandi. Mat SÞ er að heimsfaraldurinn hafi „veitt skipulögðum glæpahópum um allan heim einstakt tækifæri,“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“