fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Ógnþrungið ástand í smáþorpi í Wales eftir hvarf 18 ára unglings – Hvar er Frankie?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 15:37

Frankie Morris. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt og óhugnanlegt mannshvarf skekur nú smáþorpið Waunfawr í Wales og nágrenni. Átján ára piltur, Frankie Morris, fór þann 1. maí í partý í fjallabyggð fyrir ofan þorpið. Hann fór úr partýinu morguninn eftir en síðan hefur ekkert til hans spurst.

Fjallað hefur verið um málið í helstu fjölmiðlum Bretlands en einnig hefur verið stofnaður opinn Facebook-hópur þar sem miðlað er upplýsingum um málið.

Frankie fór á hjólinu sínu í partýið en það sprakk á dekki á leiðinni og skildi hann hjólið eftir á víðagangi. Hann fékk hins vegar bílfar á áfangastað.

Frankie lagði af stað heim úr partýinu um ellefu-leytið morguninn eftir. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna hann reiða hjólið sitt. Miðað við myndirnar amaði þá ekkert að Frankie.

Hjólið fannst og er það staðsett þannig að erfitt er að slá föstu í hvaða átt Frankie hefur haldið frá hjólinu. Síminn hans er dauður, engar færslur hafa átt sér stað á bankareikningum hans og hann hefur ekki lagst inn á sjúkrahús á svæðinu. Lögreglan kannar öll spor af þessu tagi betur.

Fram kemur í Daily Mail að móðir piltsins óttast að eitthvað slæmt hafi hent hann. Hún telur að hann hafi heimsótt einhverja vini í nágrannaþorpinu Bangor og þar hafi eitthvað slæmt hent hann. Hefur hún beðið lögregluna um að rannsaka fólkið sem Frankie þekkir í Bangor.

Lögregla hefur biðlað til almennings um að veita upplýsingar um hvarf Frankie ef þeim er til að dreifa.

DV mun fylgjast áfram með Facebook-síðunni um leitina að Frankie, sem og fréttamiðlum, og flytja frekari fréttir af þessu dularfulla máli.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru