fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Ógnþrungið ástand í smáþorpi í Wales eftir hvarf 18 ára unglings – Hvar er Frankie?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 15:37

Frankie Morris. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt og óhugnanlegt mannshvarf skekur nú smáþorpið Waunfawr í Wales og nágrenni. Átján ára piltur, Frankie Morris, fór þann 1. maí í partý í fjallabyggð fyrir ofan þorpið. Hann fór úr partýinu morguninn eftir en síðan hefur ekkert til hans spurst.

Fjallað hefur verið um málið í helstu fjölmiðlum Bretlands en einnig hefur verið stofnaður opinn Facebook-hópur þar sem miðlað er upplýsingum um málið.

Frankie fór á hjólinu sínu í partýið en það sprakk á dekki á leiðinni og skildi hann hjólið eftir á víðagangi. Hann fékk hins vegar bílfar á áfangastað.

Frankie lagði af stað heim úr partýinu um ellefu-leytið morguninn eftir. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna hann reiða hjólið sitt. Miðað við myndirnar amaði þá ekkert að Frankie.

Hjólið fannst og er það staðsett þannig að erfitt er að slá föstu í hvaða átt Frankie hefur haldið frá hjólinu. Síminn hans er dauður, engar færslur hafa átt sér stað á bankareikningum hans og hann hefur ekki lagst inn á sjúkrahús á svæðinu. Lögreglan kannar öll spor af þessu tagi betur.

Fram kemur í Daily Mail að móðir piltsins óttast að eitthvað slæmt hafi hent hann. Hún telur að hann hafi heimsótt einhverja vini í nágrannaþorpinu Bangor og þar hafi eitthvað slæmt hent hann. Hefur hún beðið lögregluna um að rannsaka fólkið sem Frankie þekkir í Bangor.

Lögregla hefur biðlað til almennings um að veita upplýsingar um hvarf Frankie ef þeim er til að dreifa.

DV mun fylgjast áfram með Facebook-síðunni um leitina að Frankie, sem og fréttamiðlum, og flytja frekari fréttir af þessu dularfulla máli.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“