fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Fundu lík leigubílstjóra undir húsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 07:40

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var tilkynnt um hvarf Kim Mason, sem starfaði sem leigubílstjóri í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Það var unnusti hennar sem tilkynnti um hvarf hennar þegar hún skilað sér ekki heim úr vinnu á sunnudaginn.

Hann hringdi í farsíma hennar klukkan 3 að nóttu og fékk skilaboð nokkrum klukkustundum síðar um að hún væri að aka með farþega.

Á mánudaginn fékk lögreglan ábendingu um hvar Kim væri að finna og fékk húsleitarheimild hjá dómara til að leita í húsi nærri Bethlehem. Á þriðjudaginn fundu lögreglumenn lík Kim í einhvers konar kjallara undir húsinu.

Adam Heard, íbúi hússins, var handtekinn vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa farið ósæmilega með lík Kim, spillt sakargögnum, bílþjófnað og að hafa verið með skotvopn í fórum sínum en það má hann ekki þar sem hann hefur áður hlotið refsidóm. Hann rauf einnig skilorð.

Ekki liggur fyrir hver dánarorsök Kim var en niðurstöðu krufningar er vænst fljótlega og gætu fleiri sakarefni þá bæst við hjá Adam Heard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Í gær

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum