fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Skoska lögreglan greiðir 1 milljón punda í bætur vegna bílslyss sem hún sinnti ekki

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 16:00

Skoskir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska lögreglan hefur greitt fjölskyldu Lamara Bell eina milljón punda, sem svarar til rúmlega 170 milljóna íslenskra króna, í bætur. Ástæðan er að lögreglan brást ekki við símhringingu bónda eins sem hafði séð skemmdan bíl utan vegar við M9 hraðbrautina 2015. Bell lá slösuð í bílnum í þrjá daga áður en lögreglan kom á vettvang. Maki hennar, John Yuill, 28 ára, var látinn þegar að var komið.

Lögreglan fór ekki á vettvang fyrr en annar vegfarandi hafði tilkynnt um bílinn. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var Yuill látinn og Bell, sem var 25 ára, var alvarlega slösuð. Hún lést á sjúkrahúsi fjórum dögum síðar. Hún lét eftir sig tvö börn, 5 og 10 ára. Börnin, sem eru nú í umsjá afa síns og ömmu, fá 500.000 pund í bætur hvort. Sky News skýrir frá þessu.

Lögreglan viðurkenndi að hafa ekki brugðist rétt við tilkynningunni og baðst afsökunar. Dómur féll í málinu í september og var lögreglan fundin sek um að hafa brotið gegn skyldum sínum. Lögmaður fjölskyldunnar, David Nellaney, sagðist fagna bótagreiðslunni en gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa ekki gengið til sátta í málinu á fyrri stigum þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída