fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Breskur náriðill dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 08:15

David Fuller. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski náriðillinn David Fuller, 67 ára, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir níðingsverk sín. Hann níddist kynferðislega á líkum að minnsta kosti 102 kvenna og stúlkna í líkhúsum sjúkrahúsa á Englandi. Hann myrti einnig tvær ungar konur, Wendy Knell og Caroline Pierce, árið 1987.

Independent segir að Fuller hafi fengið tvo lífstíðardóma fyrir morðin og 12 ára fangelsi að auki fyrir að hafa níðst á líkunum. Cheema-Grubb, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna: „Þú munt eyða hverjum einasta degi, sem þú átt ólifaðan, í fangelsi.“

Fuller var handtekinn á síðasta ári eftir að niðurstaða úr DNA-rannsókn lá fyrir en lögreglan var þá að rannsaka morðin tvö. Við húsleit heima hjá honum fann lögreglan myndefni af honum þar sem hann var að níðast á líkum í líkhúsum. Það hafði hann gert í rúman áratug þegar hann náðist.

Paul Fotheringham, yfirlögregluþjónn, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að lögreglan væri nú að rannsaka óupplýst mannshvörf og hvort Fuller hafi komið við sögu í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina