fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

LeBron James smitaður af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 04:11

LeBron James fyrir miðju. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LeBron James, stjarna NBA-liðs Los Angeles Lakers, missir af fjölda leikja liðsins á næstunni því hann hefur greinst með kórónuveiruna. Engin sjúkdómseinkenni hafa gert vart við sig hjá honum.

Ætlunin var að hann myndi spila gegn Sacramento Kings í gær en var ekki valinn í liðið eftir að niðurstaða sýnatöku var jákvæð. Samkvæmt reglum NBA verða leikmenn, sem greinast með veiruna, að fara í 10 daga sóttkví hið minnsta. LeBron James mun þvi missa af nokkrum leikjum.

Hann er nú þegar búinn að missa af 11 af 22 leikjum Lakers vegna ökklameiðsla og magavandamála. Hann var í leikbanni í leik gegn New York Knick í síðustu viku eftir að hann hafði slegið Isaiah Stewart í andlitið í leik gegn Detroit og verið rekinn af velli fyrir vikið. Stewart fékk einnig leikbann. Þetta var aðeins í annað sinn á 19 ára löngum ferli sem LeBron James var rekinn af velli.

Um síðustu helgi var hann dæmdur til að greiða 15.000 dollara í sekt fyrir óviðeigandi hegðun í leik á móti Indiana Pacers en á sjónvarpsupptökum sést hann þykjast grípa um kynfæri sín eftir að hafa skorað þriggja stiga körfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir