fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Jörðin setti 28 hraðamet á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 11:25

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin hefur snúist óvenjulega hratt um sjálfa sig að undanförnu og hefur ekki snúist svona hratt á síðustu 50 árum að sögn Peter Whibberley, hjá bresku National Physical Laboratory.

The Telegraph skýrir frá þessu. frá því á sjöunda áratugnum hefur verið hægt að mæla snúning jarðarinnar og þar með lengd dagsins. Stysti dagurinn, sem mælst hafði þar til á síðasta ári, var 2005 en það met var slegið 28 sinnum á síðasta ári. Að meðaltali var hver dagur 0,5 millisekúndum styttri en venja er.

19. júlí 2020 er nú stysti dagurinn sem mælst hefur frá upphafi en þennan dag tók það jörðina 1,4602 millisekúndum skemmri tíma að snúast um sig en venjulega en það tekur að öllu jöfnu 86.400 sekúndur.

Síðasta ár sker sig úr því árin á undan hafði heldur hægt á snúningnum. Það varð til þess að nokkrum sinnum þurfti að bæta einni sekúndu við tímaútreikninga til að tryggja að úrin okkar séu í samræmi við snúninginn. The Telegraph hefur eftir Whibberley að hugsanlega þurfi að taka eina sekúndu af í framtíðinni ef snúningshraðinn heldur áfram að aukast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti