fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Snjókoma í Sahara – Í þriðja sinn síðan 2017

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 19:30

Gervihnattamynd af Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku varð sá sjaldgæfi atburður að það snjóaði í Sahara. Þetta var í fjórða sinn á síðustu 42 árum sem snjókoma mældist þar og í þriðja sinn síðan 2017.

Sky News segir að snjóað hafi í bænum Aïn Séfra sem er um 1.000 metra yfir sjávarmáli. Snjókoman byrjaði eftir að frostið í bænum fór niður í 3 gráður. Íbúarnir tóku snjókomunni fagnandi og glöddust mjög enda ákaflega sjaldgæft að þeir upplifi snjókomu.

Saharaeyðimörkin nær yfir mestan hluta Norður-Afríku. Þar hefur hitastigið sveiflast mikið síðustu mörg hundruð þúsund ár en nú um stundir er ákaflega sjaldgæft að þar snjói.

Aïn Séfra er í Naama-héraðinu en þar hefur aðeins snjóað fjórum sinnum á 42 árum. Það var 1979, 2017, 2018 og 2021.

Hressilegasta snjókoman var 1979 en þá skall bylur á og stöðvaði alla umferð. 2017 dró í allt að eins metra háa skafla og 2018 var snjódýptin um 40 sm þar sem mest var. Núna var magnið þó ekki mikið.

Janúar er kaldasti mánuður ársins á þessu svæði en þá er meðalhitinn um 14 gráður. Á sumrin er hann um 38 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar