fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Hrottalegt morðmál skekur Þýskaland

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 03:45

Andrea Korzen. Mynd:Þýska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlar og ein kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn á óhugnanlegu morði á 19 ára konu sem fannst drukknuð í ánni Wese í apríl. Kona, sem hét Andrea Korzen, var bundin og hafði lík hennar verið fest við 28 kílóa steypustykki. Hún var lifandi þegar henni var kastað í ána.

Það var áhöfn á pramma sem sá glitta í líkið þegar prammanum var siglt nærri því hjá bænum Balge.

Lögreglan hóf þegar umfangsmikla rannsókn á málinu sem hefur vakið mikinn óhug meðal almennings.

Bild segir að margt bendi til að morðið tengist uppgjöri í vændisheiminum í Hannover. Andrea Korzen starfaði sem vændiskona þar í borg. Bild segir að einn maður, sem er þekktur innan vændisheimsins í tengslum við kvalalostakynlíf, hafi verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan hefur ekki viljað láta neitt uppi um hugsanlega ástæðu morðsins.

Andrea Korzen. Mynd:Þýska lögreglan

Í tengslum við rannsókn málsins hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum frá almenningi um húðflúrið sem Andrea var með á hálsinum, kross og bókstafinn „P“. Hefur lögreglan biðlað til allra þeirra sem vita eitthvað um merkingu húðflúrsins og sáu það á Andrea frá því í lok mars þar til í apríl að hafa samband. Einnig ef fólk veit eitthvað um klæðnað hennar og ferðir í aðdraganda morðsins.

Talið er að hún hafi verið myrt aðfaranótt 6. apríl en lík hennar fannst ekki fyrr en 28. apríl. Ekkert er vitað um ferðir Andrea frá miðjum mars þar til hún var myrt.

Þau handteknu eru öll þýskir ríkisborgarar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“