fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Svíar vilja herða útlendingalöggjöfina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem var unnin fyrir sænska innanríkisráðuneytið þarf að auka heimildir öryggislögreglunnar Säpo til að senda óæskilega útlendinga, sem eru grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk eða ógna öryggi Svíþjóðar á annan hátt, úr landi.

Fyrir um þremur árum létust fimm þegar úsbekistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl eftir göngugötu í miðborg Stokkhólms. Í ágúst 2018 bað ríkisstjórnin nefnd um að skoða þörfina á hertum útlendingalögum. Var þetta gert að ósk Säpo.

Í skýrslunni er lagt til að heimilt verði að hafa útlendinga í haldi ef ekki er hægt að senda þá til heimalands þeirra.

Skýrslan hefur ekki hlotið mikla athygli í fjölmiðlum til þessa því COVID-19 faraldurinn skyggir á næstum allt annað. Stjórnvöld segja þó að ekkert hlé sé gert á baráttunni gegn hryðjuverkamönnum þótt heimsfaraldur kórónuveiru geisi.

Umræða um útlendinga, sem hyggja á afbrot, fór af stað af miklum krafti í júní á síðasta ári þegar ríkisstjórnin ákvað að vísa sex ungum íslamistum úr landi. Síðan kom í ljós að það var ekki hægt lagalega séð og voru mennirnir því látnir lausir og gátu snúið aftur í moskur sínar og haldið áfram að predika. Meðal þeirra voru einn predikara og sonur hans sem eru grunaðir um að hafa fjármagnað hryðjuverk og hvatt til heilags stríðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu