fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Þjáist þú af kvíða vegna COVID-19? Góð ráð gegn kvíðanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. mars 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir af COVID-19 kórónuveirunni dynja á okkur allan liðlangan daginn og eiginlega útilokað að komast hjá því að heyra eitt og annað um hana. Þetta fyllir eflaust suma kvíða en það eru til góð ráð við honum, eflaust fleiri en þau sem við nefnum til sögunnar hér.

Skipuleggðu daginn. Ef þú ert vanur/vön að koma seint heim úr vinnu eða ert í sóttkví vegna veirunnar er mikilvægt að þú skipuleggir daginn þinn. Það getur létt á kvíðanum.

Dragðu úr fréttalestri og hlustun á fréttir. Þú skalt fylgjast með en dragðu úr fjölmiðlanotkun þinni. Ef það fær tilfinningalega á þig að heyra fréttir af faraldrinum skaltu draga enn frekar úr fjölmiðlanotkun þinni.

Gættu að hugsunum þínum. Bremsaðu hugsanir þínar og reyndu að vinna á móti þeim. Segðu „stopp“ við þig sjálfa/n þegar neikvæðar hugsanir ná yfirhöndinni.

Ekki einangra þig. Það getur auðvitað verið erfitt að vera félagslegur þessa dagana þar sem fólk er hvatt til að halda ákveðinni fjarlægð á milli sín og annarra. En farðu samt í göngutúr, ef þú ert með öðrum skaltu gæta að fjarlægðinni á milli ykkar. Notaðu samfélagsmiðla til að halda sambandi við umheiminn.

Fáðu nægan svefn. Leggðu áherslu á að hafa fasta ramma yfir daginn og tryggja að þú fáir nægan nætursvefn. Svefn er gríðarlega mikilvægur, bæði líffræðilega og sálfræðilega.

Talaðu um hlutina. Ræddu um áhyggjur þínar og taktu vel á móti áhyggjum annarra. En reyndu einnig að tala um eitthvað annað til að beina athyglinni eitthvað annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála