fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fjórða hvert 11 og 12 ára barn hefur horft á klám

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 21:30

Mjög mörg börn sjá klám mjög ung að árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið illa – mér fannst að ég hefði ekki átt að sjá þetta.“ „Stundum finnst mér þetta ógeðslegt, stundum er þetta í lagi.“ Þetta sögðu tveir þátttakendur í nýrri breskri rannsókn, sem beindist að reynslu 1.072 barna og ungmenna af klámi á netinu, þegar rætt var við þá.

Þátttakendurnir í rannsókninni voru á aldrinum 11 til 16 ára, allir frá Bretlandi. Elena Martellozzo, lektor í afbrotafræði við Middlesex háskólann í Lundúnum, vann að rannsókninni ásamt fjórum öðrum vísindamönnum. Hún segir að það sem hafi komið henni á óvart og valdi henni áhyggjum sé að 28% 11 og 12 ára barna hafi séð klám.

Hún bendir á að það verði alltaf til börn og ungmenni sem leita markvisst að klámi en rannsóknin sýni að sú staðreynd að börn noti internetið geri að verkum að þau séu í hættu á að sjá klám.

„Áður en internetið kom til sögunnar keypti fólk klámblöð en nú leitar það að klámi á netinu. Rannsókn okkar sýnir að börn, sem leita ekki markvisst að klámi, sjá það samt á netinu.“

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 26% þátttakenda höfðu fengið klámefni sent eða séð slíkt efni án þess að vilja það.

„Þau eru ekki undir þetta búin og klámið, sem er á netinu, getur þeim fundist vera ofbeldisfullt og það það vekur áhyggjur hjá þeim.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól