fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Dularfullar framkvæmdir Kínverja vekja áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 16:20

Loftmynd af Dara Sakor. Mynd:Copernicus Open Access Hub

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Dara Sakor alþjóðaflugvöllurinn verður tilbúinn mun hann ráða yfir lengstu flugbrautunum í Kambódíu. En það vekur áhyggjur margra að það eru Kínverjar sem standa að verkefninu og að flugvöllurinn er í frumskógi. Á honum verður einnig snúningsplan eins og flugmenn orustuþota vilja nota.

Ekki langt frá flugvellinum er verið að gera höfn þar sem stór herskip munu geta lagst að. Kínverska fyrirtækið, sem stendur fyrir þessari uppbyggingu, segir að bæði flugvöllurinn og höfnin verði til almennra nota og séu ekki gerð fyrir herinn.

En samt sem áður hafa margir áhyggjur og bent hefur verið á að stærð verkefnisins sé slík að vandséð sé að þetta sé eingöngu til borgaralegra nota. Því hefur verið velt upp hvort verið sé að reisa kínverska herstöð í Kambódíu.

Samningur kínverska fyrirtækisins tryggir því yfirráð yfir 20% af strandlengju Kambódíu næstu 99 árin.

Hernaðarsérfræðingar segja að snúningsplönin á flugvellinum séu of lítil fyrir almennar farþegaflugvélar en henti vel fyrir orustuþotur. 3.400 metra löng flugbraut er einnig sögð miklu lengri en farþegaflugvélar þurfa til að lenda eða taka á loft frá. Fáir búa á þessu svæði og lítill iðnaður er þar. Því finnst mörgum vandséð að uppbyggingin þjóni borgaralegum tilgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi